Tekur jákvætt í hugmyndir um rannsóknastofnun á Vestfjörðum

Háskólasetur Vestfjarða tekur jákvætt í tillögur Landssambands smábátaeigenda um stofnun sjálfstæðrar rannsóknastofnunar á sviði sjávarútvegs með aðsetur á Vestfjörðum.

Ég tek hatt minn ofan fyrir Háskólasetri  Vestfjarða og ekki síst forstöðumanni þess Peters Weiss sem  tekur hugmynd  Landssambands  smábátaeigenda fagnandi og er reiðubúinn til að vinna að framgangi verkefnisins í sinni stofnun sem hefur alla burði til að fara í  rannsóknar og vísindavinnu í vestfirsku umhverfi þar sem mikill þekkingarforði á svið fiskveiða og vinnslu er til staðar.

Það eru hinsvegar óskiljanleg afstaða sjávarútvegsráðherra  og þingmanns Vestfirðinga að slá þessa hugmynd LS alveg út af borðinu og  rjúka svo til fundar við áliðnaðarhéraðið Fjarðarbyggð um stofnun rannsóknarseturs með uppsjávarfisk sem aðalgrein.

Vonandi verður hægt að vinna máli LS farveg  innan Háskólasetursins, þrátt fyrir afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála.

       


Páskasund

DSCF0069Nú er verið á fullu að undirbúa  íþróttamiðstöðina fyrir komu páskagestanna. Á síðustu páskum var sett algjört aðsóknarmet í sundlauginni og við heyrum að mikill áhugi er fyrir þessum frábæra heislubrunni okkar bolvíkinga. 

Opnunartíminn þetta árið ætti öllum að nýtast vel opið alla páskadagana þe frá fimmtudegi til mánudags frá kl 10.00 til kl.18.00.

Það er nefnilega alveg gráupplagt að byrja daginn á góðum sundsprett  og láta svo heitupottanna gæla við sig á eftir.

Síðan að lokinum góðum sólríkum degi á skíðunum að skella sér í sundlaug Bolungarvíkur og láta þægilegu þreytuna líða úr sér, áður en gengið er inn í vestfirska kvöldið sem engu er líkt. 

Sundlaug Bolungarvíkur er sú albesta hér um slóðir fyrir fjölskyldufólk ,  frábær aðstaða í sundlaugargarðinum þar sem börnin  keppast við hverja salibununa af annari í hinni frábæru vatnsrennibraut staðarins.

Velkomin í sundlaug Bolungarvíkur.


amerískur hraði hjá Árna

Það er svo fjarri lagi að ég hafi eitthvað við það að athuga að reist verði álver í Helguvík eða að Bakka við Húsavík.

 Það sem ég óttast hins vegar er að þá verði enn frekar dregið að stíga þau stóru skref sem þarf til að koma vinnumarkaði á Vestfjörðum úr þeim rústum sem hann er í eftir endurtekin áföll í sjávarútvegi, með ítrekuðum kerfisbreytingum í þágu örfárra manna ,og nú síðast með niðurskurði í þorskaflaheimildum.

Ég var að hlusta á fjármálaráðherrann okkar í hádegisfréttunum þar sem hann réði sér ekki af fögnuði og ég man ekki betur en að forsætisráðherra hefði fyrir fáum dögum haft á orði að álver gæti verið góð búbót fyrir samfélagið.

Þessi framgangur málsins í Helguvík er því með fullum stuðningi ráðherra í ríkisstjórn.

Á meðan sitja Vestfirðingar með búnkann af nefndarálitum, tillögum, vel unnum aðgerðaráætlunum og helling af væntingum sem liggja í slóð þingmanna og ráðherra sem voru a.m.k á síðasta ári nokkuð tíðir gestir vestur til að segja okkur frá hinu öflug mótvægisagerðaplaninu.

Reynslan er hinsvegar sú að fyrir hvert eitt starf sem kreist hefur verið vestur hafa tvö verið tekin suður.

Lánamarkaður bankanna hefur verði algerlega lokaður athafnasömum aðilum í fjórðungnum nema með veðsetningu í fasteign í RVK, helst í 101.

Hver er  afstaðan í stjórnarráðinu til byggingu olíuhreynsistöðvar á Vestfjörðum.

Sjávarútvegsráðherran, annar þingmaður Vestfirðinga,  hefur sagt að hann sé fylgjandi þeirri uppbyggingu að uppfylltum skilyrðum þeim sem við höfum gert með alþjóðasamþykktum um t.d mengunarmörk.

Er hann tilbúinn til að beita sér fyrir því  að gengið verði eftir því að boðaðir olíustöðvar- fjárfestar stigi fram og sæki formlega um heimild til að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. 


Björgunarsveit bloggara

bb.is | 07.03.08 Bloggarar bjarga Vestfjörðum

Moggabloggarar hafa tekið höndum saman og ætla að bjarga Vestfjörðum. Nokkrir í hópi moggabloggara hyggjast stofna BBV-samtökin, sem stendur fyrir Bloggarar bjarga Vestfjörðum.

Enn ein björgunarsveitin til bjargar Vestfjörðum, eða hvað?

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband