Funda um breytingar í íslensku þjóðfélagi

 

Frábært framtak þetta. 

Bolungarvíkurkaupstaður, Heilsugæslustöð Bolungarvíkur og Hólskirkja halda opinn fund í Bolungarvík á þriðjudag vegna breytinga í íslensku þjóðfélagi. Á fundinum sem ber yfirskriftina „Til móts við nýja tíma“ verða fyrirlestrar og umræður. Fundurinn fer fram í safnaðarheimili Hólskirkju kl. 20 á þriðjudag. Fundarstjórar verða Agnes Sigurðardóttir og Guðný Hildur Magnúsdóttir. Á fundinum fjallar Kristín Theodóra Hreinsdóttir, heimilislæknir um hvernig takast eigi á við kvíða, Ásgerður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur fer yfir hvernig við ræðum um erfiðleika við börnin okkar og Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur flytur erindi sem kallast „... og hvað sem bágt oss mætir.“

Þá fer Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri Bolungarvíkur yfir fjármál heimilanna og Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri um hlutverk félagsþjónustunnar: öryggisnet, stuðning og, hjálp til sjálfshjálpar. Af þessu loknu verða opnar umræður og áætluð fundarlok eru kl. 21.45. +

Ég vona svo sannarlega að þetta sé aðeins byrjunin á því að íbúarnir þjappi sér saman og  við styðjum  hvort annað í gegn um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða hér á landi næstu misseri.

Tel reyndar að við sem höfum ekki verið í innsta hring í dansinum um gullkálfin  séum betur í stakk búin til að mæta áföllum enda búið við ódyrara umhverfi eins og t.d húsnæðiskostnað og fl.

Blásum lífi í  félagsstarf ungra sem aldna, það styrkir samfélagsþáttinn og samheldnina.

Það væri t.d tilvalið að blása rykið af  rullum Dario Fo og fleirum hans líkum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband