Góðir páskar

þessi páskahelgi var að mörgu leiti  mjög góð.

Veðrið alveg frábært þrátt fyrir smá skot á föstudaginn, sem gerði þó ekki annað en að bæta aðstöðuna á skíðasvæðinu á Ísafirði.

Greinilegt var að margir höfðu lagt leið sína vestur og örugglega ekki orðið fyrir vonbrigðum því mikið var um að vera auk þess sem vestfirsk náttúrufegurð fær hvert meðalljón til að gleima stund og stað þvílik getur fegurðin verið þegar sólin baðar snæviklædd fjöllin.

Þurfið aðeins að vinna´um bænadagana sundlaugin opin  alla daga  og  fjöldi gesta hátt í þúsund  þessa páskana þó var engin viðburður í sundlauginni eins og í fyrra þegar aldreifórégsuðurdæmið slóu upp tónleikum sem ómuðu undir vatnsborðinu í sundlauginni.

Reyndar var besti hljómburðurinn í lagnarými staðarsins því tónarnir ómuðu úr öllum pípum í kjallaranum og að koma þangað niður á meðan á tónleikunum stóð var eins og að koma inn í ævintýralegan tónaheim.

Þakka öllum gestum Vestfjarða komuna og óska ferðalöngum góðrar heimkomu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband