Þjóðastjórn

það er í aðra röndina gaman, en um leið sorglegt, að heyra í hinum kóngabáu frjálshyggjupostulum mönnum eins og Pétri Blöndal sem í Bítinu í morgun varaði menn ítekað við að horfa til fortíðar í umræðunni um þá hörmulegu stöðu sem búið er að sigla þjóðfélaginu í.

Nú skiptir máli að horfa fram á við, sagði hann, og allir að fara að ausa dallinn .

Staðan er hinsvegar orðin grafalvarleg

Það þarf að koma þeim mönnum frá verkinu sem fram að þessu hafa horft á  dallinn rekast á hvert frjálhyggjuskerið af öðru án þess að svo mikið sem að taka í stýrið. 

Þetta eru  sömu menn, strengjabrúður flokksins blá, sem setið hafa í farþegasætunum á meðan  Dabbi kóngur hefur vaðið langt út fyrir sitt valdsvið í bankanum og kveikir stöðugt fleiri elda sem engu skila nema áframhaldandi útrýmingu hinnar sárþjáðu  og vesölu krónu. 

Horfið fram  horfið fram!!!! hrópar frjálshyggjan með axlaböndin slitin og brækurnar á hælunum.

Svei mér þá,- ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég bíð með óþreyju eftir stefnuræðu Davíðs sem Geir Haarde fær náðasamlegast að lesa upp  í beinni frá alþingi í kvöld. 

Skildi hann boða þjóðstjórn eða jafnvel þjóðastjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband