Ruv opnar auðlindina.

Heyrði í síðdegisútvarpi ruv að nú verði  gamla fréttaveitan Auðlindin endurvakin.

Þetta er enn eitt táknið um breytta tíma nú sjá menn að ekki er lengur hægt að gera út fréttaveitu sem famleiðir tölu og prósentufréttir af pappírpésunum í bankauðlindinni.

Það hefur verið, og mun verða, hin raunverulega verðmætasköpun þjóðarinnar úr auðlindum hennar sem treysta  sjálfstæðið. Nauðsynlegt er því  að taka allt stýrikerfi sjávarútvegsins til rækilegrar endurskoðunar og fella algerlega út framsalskerfið.

Sjávarútvegsmálin geta ekki verið utan við sviga í þeirri endurreisn sem nú er framundan í atvinnumálum þjóðarinnar.

Við skulum því gefa auðlindinni gaum á öllum sviðum.

 


Funda um breytingar í íslensku þjóðfélagi

 

Frábært framtak þetta. 

Bolungarvíkurkaupstaður, Heilsugæslustöð Bolungarvíkur og Hólskirkja halda opinn fund í Bolungarvík á þriðjudag vegna breytinga í íslensku þjóðfélagi. Á fundinum sem ber yfirskriftina „Til móts við nýja tíma“ verða fyrirlestrar og umræður. Fundurinn fer fram í safnaðarheimili Hólskirkju kl. 20 á þriðjudag. Fundarstjórar verða Agnes Sigurðardóttir og Guðný Hildur Magnúsdóttir. Á fundinum fjallar Kristín Theodóra Hreinsdóttir, heimilislæknir um hvernig takast eigi á við kvíða, Ásgerður Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur fer yfir hvernig við ræðum um erfiðleika við börnin okkar og Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur flytur erindi sem kallast „... og hvað sem bágt oss mætir.“

Þá fer Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri Bolungarvíkur yfir fjármál heimilanna og Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri um hlutverk félagsþjónustunnar: öryggisnet, stuðning og, hjálp til sjálfshjálpar. Af þessu loknu verða opnar umræður og áætluð fundarlok eru kl. 21.45. +

Ég vona svo sannarlega að þetta sé aðeins byrjunin á því að íbúarnir þjappi sér saman og  við styðjum  hvort annað í gegn um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða hér á landi næstu misseri.

Tel reyndar að við sem höfum ekki verið í innsta hring í dansinum um gullkálfin  séum betur í stakk búin til að mæta áföllum enda búið við ódyrara umhverfi eins og t.d húsnæðiskostnað og fl.

Blásum lífi í  félagsstarf ungra sem aldna, það styrkir samfélagsþáttinn og samheldnina.

Það væri t.d tilvalið að blása rykið af  rullum Dario Fo og fleirum hans líkum.

 


Fréttabiðin

Konan mín segir að ég sé forfallinn fréttafíkill, sennilega nokkuð til í þessu hjá henni, þrátt fyrir það hefur hún mjög mikið umburðalyndi gagnvart þessari fíkn minni, veit sem er að ég verð að fá mitt "stöff" til að þykjast vita eitthvað pólítik og verið þokkalega kjaftfær á þeim vettvangi.

Sunnudagurinn í gær ( halda skaltu frídaginn heilagan) fór nánast allur í það að fylgjast með fréttunum og þeim   fréttatengdu þáttum ljósvakamiðlana sem ég komst yfir að leggja við hlustir.´Nóg var um að vera og fyrir utan fasta fréttatíma  útvarps og sjónvarps var tölvan auðvitað opin á netmiðlunum. Settist niður til  að´hlusta á Sprengisandinn hjá  SME á Bylgunni  og eftir hálftíma matarpásu var tekið til við að fylgjast með Silfrinu hjá Agli, góður  þáttur sem ég bara get ekki með nokkru móti misst af.

þannig leið dagurinn fram yfir Silfrið, en þá koma að skyldustörfunum eins og að heimsækja minn kæra tengdaföður sem í hárri elli er nú ekkert að láta einhverja bankakreppu trufla sig. Veit ekki einu sinni um Glitnir og vill ekki vita það  vegna þess að hann vill ekki láta óþarfa vafstur óviðkomandi manna trufla sig á sínu ævikvöldi. Honum er  nokk sama.  Hann er af þeirri kynslóð sem kom sér áfram með dugnaði og eljusemi og hafði skyldur   við fjölskylduna samfélagið og þjóðina. Stritaði á launum verkamannsins og með því aðhaldi þeirri ráðdeild sem hann lærði að tileinka sér   á uppvaxtaráum sínum í Aðalvík tókst honum af miklum myndarskap að framfæra sér og fjölskyldu sinni.

Engin lán , engin verðbréf , engin gjaldeyrisforði , engin skuldabréfaútgáfa ,- bara launin mínus skatturinn = framfærslueyrir / fæðis, klæði og öruggt húsaskjól. 

 Þulurinn>:Útvarp Reykjavík, klukkan er fjögur nú verða sagðar fréttir ..................

Fundir standa enn yfir í Ráðherrabústaðnum ..............( fréttamaður þilur upp í tímaröð nofn þeirra sem  fóru og komu í hús síðustu klukkutímana) búast má við að forsetis ............ gefi út yfirlýsingu um aðgerðaráætlun í fréttum okkar kl 19.00.

 Beðið kvöldfrétta sjónvarpstöðvana     

Kl 19.00 forsetis gengur fram fyrir myndavélastæðurnar dregur hægt og örugglega hártoppinn yfir til hægri,--   spurningaflóðið hefst.

Svör: Ég get ekkert sagt á þessari stundu   --   staðan er vandasöm en ekki óyfirstíganleg   -- Veit það ekki seðlabankinn verður að svara því  --  þú verður að spyrja fjármálaeftirlitið að því --  já við hofum verið að ræða ákveðin atriði við lífeyrissjóðina  --  nei ekki tímabært að skipta um Davíð í bankanum -  við höldum áfram kl 20.00 og eitthvað frameftir kvöldi.   --  bið bara fólk að halda ró sinni .

Kl 22.00 fréttir ---    ekkert nýtt. bara haldið ró ykkar ,gáfumennirnir  eru að tala saman.

 Gafst upp og  sannfæri mig um  að í smíðum væri aðgerðaráætlun þar sem gáfuðustu menn þessarar þjóðar sameinuðust um að smíða  öfluga Örk sem héldi okkur, þessu venjulegu en smásyndugau, fólki á floti á meðan fjármálakerfið rignir í kaf.

Kannski verður okkur öllum smalað í Örkina hans Geira  sem við getum svo, er svo aftur fjarar út, gengið á nýtt land fjarri  mammon og hans þrælum.  

Átti samt erfitt með að sofna -  ég veit ekki - þessar vandræðalegu brosviprur í andliti Geirs forsetis gerðu mig órólegan.

Dagurinn í dag ætlar að verða mjög spennandi fyrir fréttafíkla, .... hvað ber þessi dagur í fréttaskauti sínu?????????????????????????????  

 


Þjóðastjórn

það er í aðra röndina gaman, en um leið sorglegt, að heyra í hinum kóngabáu frjálshyggjupostulum mönnum eins og Pétri Blöndal sem í Bítinu í morgun varaði menn ítekað við að horfa til fortíðar í umræðunni um þá hörmulegu stöðu sem búið er að sigla þjóðfélaginu í.

Nú skiptir máli að horfa fram á við, sagði hann, og allir að fara að ausa dallinn .

Staðan er hinsvegar orðin grafalvarleg

Það þarf að koma þeim mönnum frá verkinu sem fram að þessu hafa horft á  dallinn rekast á hvert frjálhyggjuskerið af öðru án þess að svo mikið sem að taka í stýrið. 

Þetta eru  sömu menn, strengjabrúður flokksins blá, sem setið hafa í farþegasætunum á meðan  Dabbi kóngur hefur vaðið langt út fyrir sitt valdsvið í bankanum og kveikir stöðugt fleiri elda sem engu skila nema áframhaldandi útrýmingu hinnar sárþjáðu  og vesölu krónu. 

Horfið fram  horfið fram!!!! hrópar frjálshyggjan með axlaböndin slitin og brækurnar á hælunum.

Svei mér þá,- ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég bíð með óþreyju eftir stefnuræðu Davíðs sem Geir Haarde fær náðasamlegast að lesa upp  í beinni frá alþingi í kvöld. 

Skildi hann boða þjóðstjórn eða jafnvel þjóðastjórn.


Sannleiurinn um stöðuna

Lárus Welding var líka mjög brattur með stöðuna hjá Glitini í ítarlegu spjalli við Egil Helga í Silfrinu fyrir réttri viku. Þar var ekki að heyra annað en að bankinn væri á bjargi reistur.

Er þessi frétt kannski vísbending um að Kaupþing verði næst viðfangsefni næturfunda Geirs og Davíðs.


mbl.is „Staða Kaupþings sterk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sumarlok

Þá er sumarfríið búið og nú er bara að snúa sér að verkefnunum framundan af fullum þunga.

Sumarið var mér og fjölskyldu minni einstaklega skemmtilegt og áttum við hjónin ófáar stundirnar með börnum okkar og fjölskyldum þeirra.

Einnig áttum við skemmtilegar stundir í útlegum með vinarfólki okkar í ferða og skemmtunarklúbbnum Túrillu.Grin

Slegið var aðsóknarmet í sundlaug Bolungarvíkur. Uppbygging sundlaugargarðsins   sem fyrri meirihluti stóð að að gera  hefur heldur betur sannað gildi sitt og það var gaman að verða vitni að því hversu gestir voru almennt ánægðir með aðstöðuna, og vatnsrennibrautin sló heldur betur í gegn hjá gestum á öllum aldri. Sundlaug Bolungarvíkur var inn þetta sumarið hér vestra.Smile

 


Olíuvík

Í stefnuskrá nýs meirihluta  A=D lista er ekki að finna nein frávik frá þeim áherslum sem voru í samstarfi  K lista og A lista í fyrrverandi meirihluta.

Hinsvegar er ,líklega er að  kröfu Sjálfstæðisflokksins,   ritað inn í stefnuskránna ákveðin viljayfirlýsing um stóriðnað eða stóriðju ( lesist olíuhreinsistöð) á Vestfjörðum svo hljóðandi:

„Vestfirðir þurfa að nýta sér þau tækifæri sem gefast varðandi stóriðnað eða stóriðju á svæðinu, enda uppfylli slík starfsemi allar þær kvaðir sem íslensk lög setja, m.a. varðandi umhverfismál“, segir í samningnum.

Liggur það fyrir að að umrædd starfsemi uppfylli öll skilyrði íslenskra laga þar um og engar undanþágur eða kaup á losunarkvóta þurfi að koma til? 

Ef svo er  hvað þá með þetta ?

 Losun gróðurhúsalofttegunda frá olíuhreinsistöð, eins og rætt hefur verið um að reisa á Vestfjörðum, rúmast ekki innan losunarheimilda samkvæmt skuldbindingum Íslands fyrir árin 2008–2012. Því þyrfti annað tveggja að koma til, förgun/nýting koltvísýrings eða aðkeypt losunarheimild erlendis frá af hálfu framkvæmdaraðila. Þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG, á Alþingi, um olíuhreinsistöð.

 Er það mat sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Bolungarvíkur að  iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Íslands fari með ósannindi í svari sínu á alþingi  fyrir fáum vikum.

Sjálfur hef ég ekki getað myndað mér skoðun á þessu blessaða olíumáli sem virðist eiga að nota sem næsta eldivið í  pólítíkinni í Bolungarvík. Verð að fara að kalla alvarlega eftir skýrslu fjórðunssambandsins um þá vinnu sem fram hefur farið á þess vegum. 


Meðalhiti í Bolungarvík yfir meðallagi

Copy (3) of 19

Meðalhitinn í Bolungarvík í síðasta mánuði var -1,1 stig sem er 0,6 stigum yfir meðallagi á landsvísu.

Já vorið kom svo sannarlega sterkt inn  hér í Bolungarvík


Olíuhreinsistöðin á leið upp í hillu.

Eina ferðina enn er verið að blása út af borðinu  tilraun Ólafs Egilssonar til  að selja viðskiptamótelið sitt um olíuhreinsistöð til Íslands.

Í svari iðnaðarráðherra til Álfheiðar Ingadóttur  sem dreift var á alþingi fyrr í vikunni koma fram miklir umhverfislegir annmarkar , sérstaklega á sviði loftslagsmála, á þessa starfsemi hér á Vestfjörðum.

Það verður ekki lesið úr þessu skjali ráðherrans að nokkur vilji sé hjá stjórnvöldum til að krifja þetta mál frekar til mergjar og því fær málið trúlega aukin mótvind hér eftir og þeim tíma sem eytt verður í frekari baráttu fyrir þessu verkefni  nýtist þá ekki í að taka umræðuna um það hvað menn verði að gera í atvinnumálum fjórðungsins.

Það þarf virkilega að ræða af alvöru, ekki síst vegna bættra samgangna, hvernig Vestfirðingar gætu endurheimt stöðu sína sem afburða veiðimenn og matvælaframleiðendur á sjávarfangi.

Gjöful fiskimið eru ennþá utan við strendur fjórðunsins og með veiðistjórnun sem tekur mið af gangi náttúrunnar en ekki gengi verðbréfa ,getur þetta landsvæði orðið mjög öflugt atvinnusvæði á sviði matvælaframleiðslu, vottað af hreinleika.

Er kannski græðgisvæðingin ofráðandi til að menn hafi eirð í sér til að fara í svona vangaveltur?


Góðir páskar

þessi páskahelgi var að mörgu leiti  mjög góð.

Veðrið alveg frábært þrátt fyrir smá skot á föstudaginn, sem gerði þó ekki annað en að bæta aðstöðuna á skíðasvæðinu á Ísafirði.

Greinilegt var að margir höfðu lagt leið sína vestur og örugglega ekki orðið fyrir vonbrigðum því mikið var um að vera auk þess sem vestfirsk náttúrufegurð fær hvert meðalljón til að gleima stund og stað þvílik getur fegurðin verið þegar sólin baðar snæviklædd fjöllin.

Þurfið aðeins að vinna´um bænadagana sundlaugin opin  alla daga  og  fjöldi gesta hátt í þúsund  þessa páskana þó var engin viðburður í sundlauginni eins og í fyrra þegar aldreifórégsuðurdæmið slóu upp tónleikum sem ómuðu undir vatnsborðinu í sundlauginni.

Reyndar var besti hljómburðurinn í lagnarými staðarsins því tónarnir ómuðu úr öllum pípum í kjallaranum og að koma þangað niður á meðan á tónleikunum stóð var eins og að koma inn í ævintýralegan tónaheim.

Þakka öllum gestum Vestfjarða komuna og óska ferðalöngum góðrar heimkomu.   


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband